2.6.2021

Fræðimaður segir frá

Eldsumbrotin í Geldingadölum hafa nú staðið á þriðja mánuð, og gosið verið að færast í aukana. Ólafur Ingólfsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands, hefur fylgst með gosinu frá því það hófst. Hann er nú í þriggja vikna heimsókn í Kaupmannahöfn, að vinna að greinaskrifum með dönskum samstarfsmönnum, og dvelur í fræðimannaíbúð í Jónshúsi.

Hann mun halda kynningu á eldsumbrotunum í Jónshúsi nk. miðvikudag, 2. júní. Þar mun hann sýna tvö stutt myndbönd um gosið, ræða þennan jarðfræðilega viðburð, og svara spurningum. Þá hefur hann meðferðis sýni af yngsta bergi á jörðinni fyrir þátttakendur að skoða og handleika.

Allir velkomnir - nauðsynlegt að tilkynna komu - fjöldatakmarkanir.

 

 

ATH
Nauðsynlegt er að sýna Kórónupassa eða niðurstöður úr neikvæðu kórónuprófi til að geta tekið þátt í viðburðinum.

 

Kaffi og vöfflur á 20 kr.