12.8.2022

Fræðimaður segir frá

Að vera fyrirmyndarforeldri með marga bolta á lofti

Fræðimaður segir frá.
Ragný Þóra Guðjohnsen sem nú dvelur sem fræðimaður í Jónshúsi heldur erindi fyrir foreldra fimmtudaginn 18. ágúst kl. 12:30.Allir foreldrar þekkja að það er sannarlega ekki auðvelt verkefni að vera „fyrirmyndarforeldri“ í nútímasamfélagi þar sem margt kallar á athygli fólks og tíma. Í erindi sínu mun Ragný fjalla um hvers konar uppeldishættir foreldra stuðla best að velferð barna og ungmenna og í framhaldi verður boðið upp á umræðu og spurningar.Ragný Þóra Guðjohnsen er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er velferð barna og ungmenna, áhættuhegðun og seigla ungs fólks og borgaravitund.
Allir velkomnir aðgangur ókeypis