Fræðimaður segir frá
Miðvikudaginn 6. nóvember mun Lilja Árnadóttir sem nú er fræðimaður í Jónshúsi halda erindi sem ber heitið MIÐALDALÍKNESKIN.Íslenskar kirkjur voru á fyrri öldum prýddar áhöldum og skrúða. Það eru líkneski, margs konar textílar og klæði og altaristöflur. Gamlir gripir hafa varðveist fram á okkar daga en ritaðar heimildir vitna um eigur kirkna fyrr á öldum.Hún dvelur þessi dægrin með sérfræðingum í Þjóðminjasafni Dana í því skyni að safna saman upplýsingum um gerð miðaldalíkneskja, uppruna þeirra og aldur. Markmiðið er að leitast við að tímasetja sem best útskorin líkneski sem varðveitt eru í Þjóðminjasafni Íslands.Lilja mun sýna myndir af völdum varðveittum gripum og fjalla um þá.
Allir velkomnir
Aðgangur ókeypis
Boðið upp á vöfflur með kaffinu.
Vinsamlega tilkyninnið þátttöku með því að haka við mætingu á viðburðinum hér