• Ingibjörg Einarsdóttir. LÍÞ.
    Eiginkona Jón Sigurðssonar frá 1845. LÍÞ.

14.12.2016

Fræðimaður segir frá

Fræðimaður segir frá

Sögustund og söngur

Margrét Gunnarsdóttir ætlar að segja frá jólahaldi Ingibjargar og Jóns á 19. öld.
Sagt verður frá jólahaldinu við Austurvegg, einkum störfum Ingibjargar við jólaundirbúninginn.
Kvennakórinn Dóttir - Kvindekoret Dottir mun syngja nokkur jólalög.

Jólagleði í Jónshúsi – jólahald Ingibjargar og Jóns á 19. öld Sagt verður frá jólahaldinu við Austurvegg, einkum störfum Ingibjargar Einarsdóttur við jólaundirbúninginn. Innkaupamiðar hennar, sem margir hafa varðveist, veita góða hugmynd um amstur hennar og matargerð yfir jólahátíðina. Þá verður sagt frá andrúmsloftinu í jóla- og áramótaboðunum við Austurvegg eins og því er lýst í samtímafrásögnum. 

 Margrét Gunnarsdóttir er doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands. Doktorsverkefni hennar fjallar um stjórnmálasögu Íslands á tímabilinu frá því um 1780 til 1840. Margrét hefur starfað við sögukennslu um árabil og m.a. skrifað kennslubækur í sögu fyrir framhaldsskóla og ævisöguna Ingibjörg. Saga Ingibjargar Einarsdóttur eiginkonu Jóns Sigurðssonar sem kom út árið 2011.

Aðgangur ókeypis.
Hægt verður að kaupa jólaglögg og eplaskífur á 30 krónur.