Fræðimaður segir frá
Miðvikudaginn 14. maí mun Snjólaug Árnadóttir sem nú er fræðimaður í Jónshúsi halda erindi sem ber heitið "Loftslagsmál fyrir dómstólum""Snjólaug mun fjalla um fyrstu loftslagsmálin sem ratað hafa fyrir alþjóðlega dómstóla.Þar ber hæst, annars vegar dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá 9. apríl 2024 og hins vegar ráðgefandi álit Hafréttardómsins frá 21. maí 2024.
- Í fyrra málinu var staðfesti að mannréttindasamtök (í þessu tilviki umhverfissamtök eldri kvenna) gætu stefnt ríkjum vegna skorts á fullnægjandi aðgerðum til að draga úr hitabylgjum og öðrum afleiðingum loftslagsbreytinga.
- Í því seinna var staðfest að öllum ríkjum heims ber að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að draga úr og koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar loftslagsbreytinga í hafinu, þ.m.t. súrnun sjávar og hækkandi sjávarmál."
Aðgangur ókeypis
Boðið upp á kaffi og snúð.
Snjólaug Árnadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.Hún er með doktorspróf í lögfræði frá Háskólanum í Edinborg og doktorsritgerð hennar fjallar um áhrif loftslagsbreytinga á afmörkun hafsvæða, hún var gefin út hjá Cambridge University Press í desember 2021: Climate Change and Maritime Boundaries.Rannsóknir Snjólaugar eru helst á sviði hafréttar, réttarheimspeki og almenns þjóðaréttar.
Snjólaug kennir þjóðarétt, hafrétt og alþjóðlegan umhverfisrétt.