24.8.2017

Fræðimaður segir frá; Votplötur á tölvuöld

Hörður Geirsson fræðimaður í Jónshúsi og ljósmyndasérfræðingur, ætlar að segja frá fyrstu ljósmyndurum á Íslandi (1858 -1880) og hvernig elstu ljósmyndaaðferðirnar sköpuðu myndir sem varðveist hafa frá þessum tíma.

Sýnt verður hverning Vot plata (Wet Plate eða Collodion) fangar myndina á annan hátt en nútíma myndatækni gerir. Hverning myndavél, myrkraherbergi og efnafræðin skapa mynd, hugtökin Tintypa (positív málmplata) og Ambrotypa (positív glerplata) útskýrð.

Nútíma maðurinn smellir af stafrænu myndavélinni sinni í sífellu jafnvel án þess að virða almennilega fyrir sér myndefnið sem framkallast jafn óðum. Helsta áhyggjuefnið er að tapa myndunum þegar tölvan bilar. Á fyrstu dögum ljósmyndunar var bæði tilefnið og myndefnið valið af kostgæfni enda ljósmyndir alvöru mál.

Hörður er hér til að vinna verkefni um ferðir ljósmyndarans Johan Holm-Hansen. Johan var danskur ljósmyndari sem tóku ljósmyndir með votplötutækni (collodion), og var í Reykjavík veturinn 1866 og síðan á austfjörðum 1867 við myndatökur.

Ljosmyndarinn-185x200

Hörður Geirsson ljósmyndasérfræðingur Minjasafnsins á Akureyri hefur undanfarið ár numið 19. aldar ljósmyndafræði í Kalifornínu og gert tilraunir með slíka tækni sem kölluð er votplötutækni (wetplate) eða collodion. Notast er við framandi efni og myndin framkölluð á glerplötu og málmplötu á staðnum. Hörður er nú að smíða eigin myndavél frá grunni.