7.6.2024

Fræðimaður segir frá, Kristján Jóhann Jónsson

„Fræðimaður segir frá“

„Með dauða kráku, drullu og stakan tréskó“

Frægasti rithöfundur Dana, H.C. Andersen, fæddist í sárri fátækt 1805, lést heimsfrægur 1875 og saga hans var engu lík. Tímabilið sem hann lifði er í senn nálægt okkur og fjarlægt. Sögurnar hans og ævintýrin eru gefin út um allan heim í dag, - en eru það í reynd sögurnar hans og ævintýrin þegar þau hafa verið stytt eða lengd og umskrifuð til að mæta nýjum kröfum lesenda og útgefenda sem vilja lesa öðru vísi ævintýri?

Það eru hundrað ár síðan Steingrímur Thorsteinsson þýddi ævintýri Andersen yfir á íslensku.

Þrjátíu til fjörutíu af þekktustu ævintýrum hans koma út í nýrri íslenskri þýðingu minni á vegum hins Íslenska bókmenntafélags á næsta ári, 2025.

Kristján Jóhann Jónsson, dr. phil., er prófessor emeritus frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað töluvert um íslenskar bókmenntir, mest um 19. öld. Doktorsritgerð hans, Grímur Thomsen, - þjóðerni, skáldskapur, þversagnir og vald, kom út hjá Háskólaútgáfunni 2014.