Fræðimaður segir frá
Spor miðalda í íslenskum útsaumi
Hér eru nokkrar myndir frá skemmtilegum og áhugaverðum viðburði frá því miðvikudaginn 21. október þar sem Lilja Árnadóttir, fræðimaðurinn sem nú dvelur í Jónshúsi, hélt erindi.
Fjallaði hún um útsaum frá miðöldum, refilsaum. Lilja sagði frá íslenskum refilsaumuðum altarisklæðunum. Varðveist hafa fimmtán klæði. Mörg þeirra eru varðveitt á Íslandi en þrjú eru í vörslu Þjóðarsafns Danmerkur hér í borg og er hægt að skoða þau þar.
Lilja Árnadóttir er sérfræðingur á Þjóðminjasafni Íslands og nýtir hún dvöl sína í Jónshúsi til lokafrágangs á riti um íslensku refilsaumuðu altarisklæðin.