• Jón Siguðrsson, mynd Hlynur Pálmason

9.8.2018

Fræðimenn segja frá

Að jafnaði dvelja 22 fræðimenn ár hvert í Jónshúsi. Hver fræðimaður dvelur að jafnaði í fjórar vikur í húsinu. Fræðimennirnir sem nú dvelja í húsinu halda kynningar á verkefnum sínum á þriðjudaginn, 14. ágúst klukkan 17.00

 Guðrún og Ámundi

 

Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður og fræðimaður í Jónshúsi segir frá verkefni sínu um rannsókn á lífi og starfi Ámunda Jónssonar smiðs og listamanns sem uppi var á 18. öld. Hann ólst upp að Steinum undir Eyjafjöllum og kom til Kaupmannahafnar og dvaldi í þrjú ár við ýmsa iðju, sem dvölin hér á einmitt að hjálpa Guðrúnu að varpa betra ljósi á. Ámundi byggði 13 kirkjur á Suðurlandi. Auk þess smíðaði hann og málaði altaristöflur og predikunarstóla sem er mikilvægt innlegg í menningarsögu okkar, en nokkuð af verkum hans eru enn í kirkjum og önnur á Þjóðminjasafninu. 

Ámundi Jónsson í faðmi fjölskyldunnar undir Eyjafjölum árið 1740. Vatnslistamynd Guðrún Tryggvadóttir.

Ævi Ámunda er um margt áhugaverð og lífsverk hans mikið og merkilegt, sérstaklega í ljósi þeirra aðstæðna sem fólk á Íslandi bjó við á 18. öld en saga hans hefur hingað til ekki verið rannsökuð sem skildi og skal nú bætt úr því. 

 

Verkefnið er undirbúningsvinna fyrir sýningu Guðrúnar "Lífsverk -13 kirkjur Á.J.S." (vinnuheiti) sem verður í Hallgrímskirkju. Niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar með riti/sýningarskrá en dr. Arndís S. Árnadóttir sagn- og listfræðingur vinnur rannsóknina með Guðrúnu, og Hrafnhildur Schram listræðingur er sýningarstjóri. 

Guðrún hefur unnið nokkuð með tímann í myndlist sinni á undanförnum árum og er verkefnið um Ámunda ákveðið framhald á því að fanga tímann og fá á honum einhvern skilning. Sjá nánar um list Guðrúnar Tryggvadóttur á tryggvadottir.com. 

 Hilmar og hvalirnir

Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands og fræðimaður í Jónshúsi mun segja frá verkefni sem Náttúruminjasafnið hefur veg og vanda af, og unnið er í samvinnu við Zoologisk Museum. Um er að ræða rannsókn á Íslandssléttbökum, stórhvelum sem eitt sinn voru algeng í norðanverðu Atlantshafi en eru nú í mikilli útrýmingarhættu. 

Í kjallara Zoologisk Museum leynast beinagrindur tveggja Íslandssléttbaka sem voru veiddir við Ísland 1891 og 1904. Greint verður frá náttúrusögu sléttbakanna og heimildavinnu um hvalina, m.a. vikið að merku og nýuppgötvuðu framlagi Jóns lærða Guðmundssonar í þeim efnum, og sýndar myndir og tölvulíkan af annarri beinagrindinni sem nýlega var skönnuð í hágæðaupplausn í þrívídd í varðveisluskyni. S