19.6.2019

Fræðimenn segja frá

Hjörleifur Guttormsson og Njörður Sigurðsson eru fræðimennirnir sem nú dvelja í Jónshúsi. Þeir mun halda kynningar á verkefnum sínum á þriðjudaginn, 25. júní frá klukkan 17.00 til 18.30. Allir eru velkomnir, aðgangur er ókeypis. 


17.00 Ferðaleiðir fyrr á öldum yfir Vatnajökul

Erindið fjallar um líklegar ferðir vermanna að norðan og austan suður yfir Vatnajökul á miðöldum. Ljósmyndir úr ferðum yfir jökulinn fylgja erindinu.

Hjörleifur Guttormsson er sjálfstætt starfandi náttúrufræðingur og rithöfundur. Sat á Alþingi 1978-1999, var ráðherra 1978-1983. Í Norðurlandaráði 1988-1995.

17.45 Með frelsisskrá í föðurhendi – um varðveislusögu stjórnarskráa Íslands


Í erindinu verður fjallað um varðveislusögu stjórnarskránna 1874, 1920 og 1944 með sérstaka áherslu á stjórnarskrána 1874 en varðveislusaga hennar er sérstök og nær yfir 130 ár þar sem hún flakkað á milli Íslands og Danmerkur.

Njörður Sigurðsson er menntaður sagnfræðingur og starfar sem sviðsstjóri upplýsinga- og skjalasviðs Þjóðskjalasafns Íslands. Hann gegnir jafnframt formennsku í sérfræðihópi Alþjóða skjalaráðsins um hvernig leysa skuli ágreining á milli þjóða, ríkja og hópa um eignarhald og aðgengi að handritum og skjalasöfnum. Í Jónshúsi vinnur hann að rannsókn á aðdraganda að hinni svokölluðu „Dönsku sendingu 1928“ sem var skjalaskiptasamningur á milli Íslands og Danmerkur sem unnið var að á árunum 1924-1927.