26.1.2023

Fræðimenn sögðu frá

Margir lögðu leið sýna í Jónshús þriðjudagskvöldið 24. janúar til að heyra sögur um Íslenskar konur í Kaupmannahöfn á 19. og 20. öldinni.


Rithöfundarnir Þórdís Gísladóttir og Kristín Svava Tómasdóttir sem dvelja sem fræðimenn í Jónshúsi sögðu frá því sem þær eru að fást meðan þær dvelja í Jónshúsi.Þær eiga það sameiginlegt að rannsaka sögur íslenskra kvenna í Kaupmannahöfn, en þær hafa oft hlotið minni athygli en sögur af körlum.
Þær spjölluðu vítt og breitt um ýmsar merkilegar konur sem héldu frá Íslandi til Kaupmannahafnar og dvöldu þar við nám og fjölbreytt störf á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar.

Við sögu komu meðal annars ljósmóðir í krísu, hviklynd ungnunna, lítið þekkt listakona, vel þekktur spámiðill og amtmannsdóttir sem þýddi íslenskar bókmenntir á dönsku og var hluti af merkilegum menningarkreðsum.

Takk Kristín Svava og Þórdís fyrir fórðlegt og skemmtilegt kvöld.