23.9.2021

Fréttabréf 23. september 2021

Vel heppnuð afmælishátíð

Þann 12. september 2020 voru 50 ár frá upphafi félags- og menningarstarfs Íslendinga í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Vegna kringumstæðna í heimsfaraldri var ekki unnt að fagna þessum tímamótum fyrr en tæpu ári síðar, laugardaginn 11. september 2021. Var það gert af miklum myndarskap og mættu margir í afmælisveisluna.

Nánar um viðburðinn hér. Myndir.


Starfsemin í Jónshúsi er komin á fullt eftir gott hlé. Um helgina verður mikið um að vera.


Félagsvist Íslendingafélagsins

Fyrsta spilakvöld vetrarins er að kvöldi föstudagsins 24. september. Húsið opnar kl 18.30.

Icelandair félagsvistin er fastur liður í starfsemi Íslendingafélagsins. Vistin er haldin síðasta föstudag í mánuði og hefst spilamennskan stundvíslega kl. 19. Veitingar í hléi eru seldar á 50 kr. Veitt eru verðlaun.

Aðalvinningar eftir veturinn eru tvö gjafabréf frá Icelandair, fyrir stigahæsta karlinn, og stigahæstu konuna. Einnig eru veitt kvöldverðlaun að hverju sinni sem eru í boði Icefood.

Allir velkomnir, ungir sem aldnir, engin krafa er um að kunna félagsvist.


Krakkakirkja (stund)

Laugardaginn 25. september frá kl. 11 til 12.

Sunnudagaskólinn færist yfir á laugardaga. Annan hvern laugardag mun söngur, gleði og gaman fylla salinn í Jónshúsi af körkkum á öllum aldri.

Bryndís, Kjartan, Sigfús og Sóla sjá um stundina . Á laugardaginn á að syngja og dansa, hlusta á sögu og hafa notarlega stund saman. Eftir stundina er boðið upp á hressingu fyrir alla. Notarleg samverustund þar sem krakkarnir geta litað og leikið sér saman á meðan fullorna fólkið spjallar saman.

Allir hjartanlega velkomnir.

Aðgangur ókeypis.


Guðsþjónusta 26. september kl. 13 í Esajas kirkju

 Malmøgade 14, 2100 København Ø 

Fyrsta guðsþjónusta haustsins. 

 Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. 
Kjartan Jósefsson Ognibene verður við orgelið. Staka leiðir sönginn.
Eftir stundina er messukaffi í Jónshúsi.


Messukaffi

Sunnudaginn 26. september mun kammerkórinn Staka halda messukaffi að lokinni guðsþjónustu íslenska safnaðarins í Esajas kirkju. Komið og njótið heitra rétta, sætra kakna o
g rótsterks kaffis.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Verðlisti:
Fullorðnir (yfir 15): 70 kr
Börn 10-14 ára: 30 krBörn undir 10: Frítt


Úr IT í ævintýri

Félag kvenna í atvinnulífinu

Fyrsti fundur haustins er í Jónshúsi þriðjudaginn 28. september.

Gestur kvöldsins er Oddný Sunna Davíðsdóttir. Hún og maðurinn hennar festu kaup á bátnum Freyju. Ásamt kettinum Flóka hafa þau búið á bátnum í þrjú ár og eru nýkomin aftur til Kaupmannahafnar eftir eins og hálfs árs reisu. Þegar ævintýrið hófst hafði hún litla sem enga reynslu af bátasiglingum, en raunin er auðvitað önnur í dag. Svona ævintýri krefst mikils undirbúnings og vinnu, svo ekki sé minnst á hugrekki til að taka stökkið og yfirgefa draumavinnuna, fastar tekjur og hið hefðbundna líf. Þau þurftu að takast á við ýmsar áskoranir á leiðinni og upplifðu gríðarlega margt. Oddný ætlar að segja okkur frá því, sínum ferli og hvernig það var að fara úr IT í ævintýri - og hvað tekur við næst?

Nánari upplýsingar hér.


Foreldramorgunn

Alla fimmtudaga hittast foreldrar sem eru í fæðingarorlofi eða heimavinnandi með litlu krílin sín. Unnt er að taka vagnana með inn. Aðgangur ókeypis, boðið er upp á svart kaffi.