• Falki-stor

26.10.2021

Fundarboð

Aðalfundur Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn verður haldinn föstudaginn 29.október kl. 17.30 í Jónshúsi, Øster Voldgade 12, 1350 Kbh. K
Dagskrá:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla um starfsemina á núverandi stjórnartímabili.
  • Reikningar lagðir fram
  • Kosning í stjórn og nefndir.
  • Kosning endurskoðanda.
  • Ákvörðun árgjalda
  • Önnur mál.

Boðið er upp á veitingar á fundinum.Allir eru velkomnir og við vonumst eftir góðri mætingu.
Stjórnin