25.10.2021

Fundarboð á aðalfund

Aðalfundur íslenska safnaðarins í Danmörku verður haldinn í Jónshúsi þriðjudaginn 26. október kl. 18.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrslur formanns og prests um liðið starfsár
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Drög að fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram til umræðu
  5. Lagabreytingar
  6. Kosning safnaðarnefndar sbr. §5 laga safnaðarins
  7. Kosning eins skoðunarmanns og eins til vara
  8. Önnur mál

Okkur vantar nýja meðlimi í nefndina (meðstjórnendur), áhugasamir sendi skilaboð á kirkjan@kirkjan.dk

Þetta er tilvalið tækifæri til að kynnast skemmtilegu og fjölbreyttu starfi kirkjunnar í Danmörku sem og samstarfinu við íslensku söfnuðina í Svíþjóð og Noregi.

Fundir eru mánaðarlega yfir vetrartímann, ýmist í Jónshúsi eða online, endilega hafið samband og heyrið meira.

fh safnaðarnefndarinnar,

Vera Guðmundsdóttir, formaður