11.5.2022

Hafdís Bennett sýnir í Jónshúsi

Verið velkomin á opnun sýningar Hafdísar Bennet á íslenskum ljósmyndum í Jónshúsi.

Ljósmyndir Hafdísar eru óvenjulegar að því leyti að þær eru nærmyndir af hinni sérkennilegu íslensku náttúru, hraunum, svörtum fjörum, stuðlabergi, mosa o.s.frv.

Sýning Hafdísar hefur farið víða og fengið góða dóma. Meðal annars hefur sýningin verið sett upp í íslenska sendiráðinu í London og á þremur mismunandi stöðum á Islandi.Hafdis Bennett er íslensk listakona sem hefur verið búsett í London i fjölmörg ár. Á hverju sumri ferðast hún til Íslands og fer víða um landið, einkum um hálendið.

Það henni sérstök ánægja að halda þessa sýningu hér i Kaupmannahöfn, þar sem hún vann hér í tvö ár á sínum yngri árum og á margar skemmtilegar minningar frá þeim tíma.

Boðið verður upp vínglas í boði Sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn. 

Sýningin verður í Jónshúsi frá 15. maí til 30. júní.

Nánar um listamanninn hér.