• 2016
    Páll Skúlason, formaður Íslandsdeildar Dansk-Islandsk Samfund, Einar K. Guðfinnson, forseti Alþingis og Steen Lindholm, formaður félagsins í Danmörku

19.4.2017

Hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 20. apríl

Hátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á sumardaginn fyrsta, 20. apríl 2017, kl. 16.30. 

Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta verða afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum.

Alþingi veitir Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta í minningu starfa hans í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þau verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála. 

Dagskrá

  • Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, setur hátíðina.
  • Kórinn Staka flytur íslenska tónlist.
  • Gerður Kristný rithöfunur flytur hátíðarræðu.
  • Kórinn Staka flytur íslenska tónlist.
  • Forseti Alþingis afhendir verðlaun Jóns Sigurðssonar.
  • Kórinn Staka flytur lag í tilefni sumardagsins fyrsta.    

Léttar veitingar að lokinni dagskrá.

Karl M. Kristjánsson, formaður stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar, stjórnar dagskrá.

2016

 Verðlaun Jón Sigurðssonar 2016  féllu í hlut félagsins Dansk-Islandsk Samfund. Dansk-Islandsk Samfund starfar bæði á Íslandi og í Danmörku og hefur í 100 ára sögu sinni verið mikilvægur vettvangur til að rækta náin samskipti þjóðanna á sviði mennta og menningar, fræðslu og upplýsingar, með ótal viðburðum, fyrirlestrum, hátíðum, úthlutun námsstyrkja og útgáfustarfi.

Allir velkomnir.