• Vaabenskjoldtrans

26.9.2018

Haustfundur Dansk-Islandsk Samfund í Jónshúsi

Á fundi hjá Dansk-Islandsk Samfund fimmtudaginn 27. september kl. 19.30 verður fjallað um leið Íslands frá fullveldi 1918 til sjálfstæðs lýðræðisríkis 1944. 

Var stofnun lýðræðisríkisins Íslands nauðsynleg lok á baráttu Íslendinga fyrir sjálfsstjórn? Gæti endirinn hafa orðið annar ef Kristján tíundi hefði sinnt Íslendingum betur og ræktað samband sitt við þá, eða þá ef heimsstyrjöldin síðari hefði ekki skollið á með alls konar afleiðingum, þar á meðal miklum hagvexti á Íslandi? 

 Guðmndur Hálfdánarson, prófessor í sögu við Háskóla Íslands, mætir á fundinn og mun lýsa eigin skoðunum á þessum spurningum og ræða orskakirnar fyrir skilnaði Íslands og Danmerkur 1944. 

Fundurinn er í Jónshúsi á Øster Voldgade númer 12 í Kaupmannahöfn. 

Meðlimir og gestir þeirra eru velkomnir. Skráning er vel þegin, þó ekki skilyrði, og getur gerst með tölupósti eða í síma.

 

(+45) 4541 0839 info@dansk-islandsk.dk