19.8.2025

Heldriborgarar í Kaupmannahöfn og nágrenni

Heldriborgarar í Kaupmannahöfn og nágrenni er félagsskapur sem var stofnaður í september 2019 með það að markmiði að sameina Íslendinga á besta aldri á Kaupamannahafnarsvæðinu.

Félagsskapurinn er öllum opinn og ávallt tekið vel á móti nýjum félögum. Eins og annað starf í Jónshúsi er hópurinn drifinn áfram af sjálboðaliðum og tekur starfsemin mið af þeim sem draga vagninn.

Hópurinn hefur aðsetur í Jónshúsi, dagskráin fer að mestu leyti fram eftir hádegi og hefur hópurinn húsið til afnota alla miðvikudaga frá kl. 12 – 16.


Haldnir eru ýmsir viðburðir svo sem félagsvist, fræðslufundir, júlefrokost og fleira, með það að leiðarljósi að bjóða upp á skemmtun og afþreyingu og í leiðinni að efla tengslanet fólks.

Næsti viðburður er vöfflukaffi miðvikudaginn 10. septemberkl. 13.

Allir eru velkomnir og gaman væri að sjá ný andlit.