18.4.2017

Henging, hýðing eða betrun!

Hjörleifur Stefánsson arkitekt og fræðimaður í Jónshúsi ætlar að segja frá byggingarsögu Hegningarhússins við Skólavörðustíg.

Miðvikudaginn 19. apríl klukkan 17:00 - 18:00.


Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er meðal merkustu húsa Reykjavíkur frá 19. öld og byggingarsaga þess einstök.

Jonshus-19.-april[1]

Í fyrirlestrinu verður húsið sett í samhengi við þróun í fangelsismálum í Evrópu og Norður-Ameríku á 18. og 19. öld þegar líkamlegar refsingar voru lagðar af og í staðinn kom fangelsisvist. Fangelsisvistin var skilgreind sem hegning eða betrun eftir því hvort talið var líklegt að fanginn gæti iðrast með hjálp einangrunar og trúarlegrar tilbeiðslu.

Hegningarhúsið markaði viss tímamót í byggingartækni á Íslandi og þættir í byggingarsögu þess einkennast af samskiptum íslenskra og danska embættismanna sem koma stundum á óvart.

Verið velkomin