Icelandair félagsvist
Verið velkomin á Icelandair félagsvist.
Allir geta spilað félagsvist.Spilaðar verða 4 umferðir.
Verðlaun eru veitt fyrir flest stig. Veitt verða skammarverðlaun, en þau fær sá sem fær fæst stig. Auk þess verða veitt setuverðlaun til þess sem situr lengst við sama borðið.Eftir veturinn fá tveir stigahæstu spilarar vetrarins gjafakort frá Icelandair. Tekin eru fjögur bestu spilakvöld (flest stig) hjá hverjum spilara og stigin lögð saman. Tveir stigahæstu fá verðlaunin.
Húsið opnar kl. 18.30. á slaginu 19 er byrjað að spila.Félagsvist verið spiluð í Jónshúsi í yfir 20 ár. Félagsvist er fyrir alla, fólk kemur saman, spilar, spjallar, hlær og fær sér smá veitingar.Áður en byrjað er að spila er farið yfir leikreglur.
Verð er 50 kr.Skráning á viðburðinn hér.