27.10.2022

"Íslensk lopapeysa – verndað afurðaheiti"

Þriðjudaginn 1. nóvember mun Ásdís Jóelsdóttir, lektor í textíl við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar um íslensku lopapeysuna, mun flytja erindi sem ber heitið"Íslensk lopapeysa – verndað afurðaheiti"

Árið 2020 féllst Matvælastofnun á að afurðarheitið „Íslensk lopapeysa / Icelandic Lopapeysa“ yrði skráð sem verndað afurðarheiti með vísan til uppruna. Skráningin byggist á lögum nr. 130/2014 um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Ástæða þess að það fékkst í gegn var rannsókn Ásdísar Jóelsdóttur sem gefin var út í ritrýndri bók árið 2017 undir heitinu Íslensk lopapeysa: Uppruni, saga og hönnun.

Umsóknaraðilar voru Handprjónasamband Íslands og handverksaðilar um land allt og var Ásdís verkefnisstjóri yfir umsóknarferlinu. Markmiðið með umsókninni var að stuðla að neytendavernd og rekjanleika afurðarinnar eins og tilgangur laganna segir til um. Aðeins þannig yrði verðgildi ullarhráefnisins og vörunnar aukið. Auk þess yrði neytendum gert ljóst hvort þeir væru að kaupa hefðbundnar handprjónaðar íslenskar lopapeysur sem unnar á Íslandi undir ströngum skilyrðum eða peysur sem eru hand- eða vélprjónaðar erlendis af erlendum aðilum en seldar sem íslenskar og unnar án strangra skilyrða. Í erindinu verður fjallað um sögu peysunnar og umsóknarferlið.
Prjónakaffi Garnaflækjunnar eru opin öllum sem hafa gaman af handavinnu.
Viðburðinn fer fram á íslensku.Endilega tilkynnið þátttöku hér.Til að geta tilkynnt þátttöku, þarf viðkomandi að vera meðlimur í Garnaflækjunni í Kaupmannahöfn.
Húsið opnar klukkan 18:15.Veitingar 50 krónur.