26.1.2024

Íslensk messa sunnudaginn 28. janúar

Á sunnudaginn, 28. janúar verður íslensk messa í Esajas kirkju kl. 13

Minnst verður Jónasar Hallgrímsssonar í tali og tónum.

Jónas Hallgrímsson fæddist að Hrauni í Öxnadal 16. nóvember 1807. Jónas var með lærðustu mönnum síns tíma. Hann var með guðfræðipróf, stundaði nám í lögfræði og lauk síðar prófi í náttúruvísindum frá Kaupmannahafnarháskóla. Jónas fór í viðamiklar rannsóknarferðir um Ísland og skrifaði nákvæmar dagbækur og skýrslur um íslenska náttúru. Auk vísindastarfa var Jónas virkur í útgáfu tímaritsins Fjölnis, hann orti fjölmörg kvæði, samdi sögur og þýddi erlend skáldverk á íslenska tungu.

Séra Sigfús Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari,Kjartan Jósefsson Ognibene leikur á orgelið og leiðir tónlistina.

Kvennakórinn Eyja syngur.

Eftir stundina ganga þau sem vilja að minnisvarða Jónasar Hallgrímssonar á Skt. Pederstræde. 

 

Verið öll velkomin!