7.12.2016

Íslenskar konur í atvinnulífinu í Danmörku - Jólafundur

Jólafundur FKA – 

Fáðu innblástur, jólafjör og styrktu tengslanet þitt!


Á föstudaginn þann 9. des gefst frábært tækifæri til að sletta ögn úr klaufunum með öðrum íslenskum konum í atvinnulífinu í Danmörku. Gestur kvöldsins er Ingibjörg Þórðardóttir frá CNN í London, en hún mun segja okkur frá störfum sínum bæði hjá CNN, en einnig hjá BBC, þar sem hún starfaði í 15 ár áður en hún var ráðin til CNN nýverið.
Að fyrirlestri loknum verður boðið upp á léttar veitingar og drykki - og svo verður spjall, leikir til að hrista okkur betur saman, vinningar og almenn gleði í lokin.

 Dagskrá kvöldsins:

17.00 Mæting, fordrykkur í boði Eimverk

17.30 Ingibjörg Þórðardóttir segir frá

18.15-20.00 Jólafjör, tengslamyndun, léttir réttir og drykkir.

20.00 Áframhaldandi fjör á næsta bar fyrir þær sem vilja...

 Miðaverð 150 kr.

Innifalið í verðinu er vín og gos, og á matseðlinum verður

- Önd með fenniku og repjumajónesi.

- Grafinn þorskur með rauðbeðu á rúgbrauði.

- Danskur ostur og pera á hrökkbrauði.

 Ef þú ert ekki  búin að tryggja þér miða þá er tækifærið núna.

Nánar um viðurðinn hér.