5.10.2019

Íslenski barnakórinn í Jónshúsi

Íslenski barnakórinn hefur starfsemi sína að nýju laugardaginn 5. október. Nú stendur yfir leit að stelpum og strákum til að syngja kórnum. Eins og undanfarin ár mun Sóla stjórna kórnum.

Æfingar eru alla laugardaga frá kl. 12.00 til 13.00 í Jónshúsi.

Sóla eða Sólveig Anna Aradóttir kórstjóri/organisti er nemi í DKDM. Áður en hún kom til Kaupmannahafnar var hún kórstjóri Kórskóla Langholtskirkju og Graduale kórsins. Sóla stjórnar einnig strákunum í Hafnarbræðum, en auk þess er hún organisti íslenska safnaðarins.

Verð: 300 dkr fram að áramótum (veittur er systkina afsláttur).

Skráning https://docs.google.com/…/1wC5ufiVkJxjN9j40ZLmH13y3K5Z…/edit

Áhguasamir hafi samaband við Sóveigu í síma +45 52 22 60 68 eða sendið henni tölvupóst á netfangið solaaradottir@gmail.com

Ef þú átt barn á aldrinum frá 6 til 12 ára sem hefur gaman af því að syngja, þá er upplagt að mæta á laugardaginn.Í