26.5.2017

Íslenskir kórar frá Íslandi heimsækja Kaupmannahöfn


Íslenski Kvennakórinn býður Skátakórinn velkominn til Kaupmannahafnar og munu þessir tveir kórar halda tónleika í dag laugardag 27.maí  klukkan 16:00  í Frihavnskirken á Austurbrú í Kaupamannahöfn.

 

18278760_10154533979863161_8864066716698139697_o

 

Skátakórinn undir stjórn Öldu Ingibergsdóttur syngur Íslensk verk og Skátalög.
Kvennakórinn undir Stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur syngur tónlist frá Norðurlöndunum.

Allir velkomnir, nánar um viðburðinn hér.


Kvennakórinn Dóttir býður Söngsveitina Víkinga frá suðvesturhorninu á Íslandi velkomna til Kaupmannahafnar og saman halda þessir kórar tónleika mánudaginn 29. maí klukkan 19:30 i í Mariendal Kirke á Frederiksbergi

18588703_451774801849352_8922485998452877869_o

Stjórnendur Kvennakórsins Dóttir eru þær María Ösp Ómarsdóttir og Svafa Þórhallsdóttir og stjórnandi Söngsveitar Víkinga er Jóhann Smári Sævarsson. 

 

Allir velkomnir nánar um viðburðinn hér. 
Fjölbreytt efnisskrá verður á boðstólnum og syngja kórarnir bæði saman og í sitt hvoru lagi. 
Frítt verður inn á tónleikana en í boði verður að kaupa íslenskt nammi.