11.8.2021

Íslenskuskólinn í Kaupmannahöfn

Þá er komið að því að hefja nýtt skólaár í íslenskuskólanum. Kennslan hefst í næstu viku (viku 33) en eins og áður hefur verið fjallað um mun íslenskukennslan nú fara fram á virkum dögum í Jónshúsi og Amager Fælled Skolen. Kennarar verða áfram Jórunn Einarsdóttir og Marta Sævarsdóttir.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið í Amager Fælled skólanum munu berast um leið og þær liggja fyrir.

Foreldrafundur/kynningarfundur verður haldinn síðar.

Stofnuð hefur verið ný FB síða, Íslenskuskólinn 2021/2022, sem nýtt verður til samskipta. Það er okkar reynsla að FB er þægilegasti mátinn til samskipta. Við notum síðuna til að koma almennum skilaboðum áleiðis, sýna myndir frá skólastarfinu og taka við skilaboðum.

Ykkur er að sjálfsögðu einnig velkomið að senda tölvupóst á okkur: jorunneinars@gmail.com og martasaevars@hotmail.com