10.12.2019

Jól á heimili Ingibjargar og Jóns

Jól á heimili Ingibjargar og Jóns

Nú er íbúð þeirra heiðurshjóna komin í jólabúning. Sett hefur verið upp jólatré í stofunni eins og þau gerðu á sínum tíma. Í Danmörku er mikið um jólahefðir sem margar eru ættaðar frá Þýskalandi, eins og sjálft jólatréð, en það var árið 1811 sem jólatré kom í fyrsta sinn til Kaupmannahafnar, um 40 árum áður en Ingibjörg og Jón fluttu í íbúðina. Mörgum fannst á þeim tíma skreytt og upplýst grenitré vera hálf kjánaleg, en sú skoðun breyttist ansi fljótt og fólki tók að finnast vænt um jólatréð.
Um miðja 19. öldina voru jólatréin í Kaupmannahöfn skreytt með kramarhúsum, lifandi ljósum, storkum, jólastjörnum og danska fánanum. Hin sér dönsku jólahjörtu voru ekki til á þeim tíma, þau komu síðar til leiks.
Allir eru velkomnir í jólastemninguna í íbúð Ingibjargar og Jóns.