22.4.2021

Jónshús opnar

Frá og með þriðjudeginum  21. apríl verður Jónshús opið, á venjulegum tímum, en með takmörkunum í takt við fyrirmæli yfirvalda varðandi fjölda, fjarlægð og hreinlæti.

Fyrst um sinn mega að hámarki vera 10 samtímis á hverri hæð og skulu þeir eftir fremsta megni halda 2ja metra fjarlægð sín á milli. Þess utan eru gestir beðnir um að þvo hendur reglulega og nota handspritt, en því hefur verið dreift um húsið.

Ef yfirvöld breyta fjöldatakmörkum mun Jónshús að sjálfsögðu gera hið sama.