• Ferming 2016

20.5.2016

Karlakór KFUM tók lagið í Jónshúsi

Í guðsþjónustunni annan dag hvítasunnu fermdust þrír íslenskir drengir

Karlakór KFUM tók lagið í messukaffinu eftir guðsþjónustu þann 16. maí síðastliðinn.

IMG_4687

Í guðsþjónustunni annan dag hvítasunnu fermdust þrír íslenskir drengir. Þessir drengir auk annara fermingarbarna höfðu sótt fermingarfræðslu í vetur í Jónshúsi undir leiðssögn               sr. Ágsústs Einarssonar.  Íslensk börn búsett á stór Kaupmannahafnarsvæðinu hafa tök á að sækja fermingarfræðslu í Jónshúsi, kynningarfundur fyrir næsta fermingarár verður sunnudaginn 25.september klukkan 13:00 nánari upplýsingar er að finna á krikjan.dk

 IMG_4689

Það var fjölmenni í guðþjónustinni auk fermingarbarna, fjölskydum þeirra og annara gesta var 80 manna hópur frá Íslandi. Kammerkórinn Staka söng undir stjórn Stefáns Arasonar. Auk hans söng Karlakór KFUM undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur tvö lög.  

IMG_4691

Eftir messu var veglegt kaffihlaðborð í Jónshúsi í umsjá Kvennakórsins  og Stöku. Mjög mikill fjöldi var í kaffinu.  Talið er að það hafi verið um það bil 130 manns sem mætti í kaffi að þessu sinni. Karlakórinn og makar mættu í Jónshús og milli þess sem þeir gæddu sér á glæsilegum veitingum tóku þeir lagið.

16.mai Næsta guðsþjónusta verður sunnudaginn 25. september klukkna 14:00.