28.9.2017

Kjélling í myndlistarheiminum

Fimmtudaginn 28. september fáum við til liðs við okkur myndlistarkonuna Kristínu Gunnlaugsdóttur, en Kristín opnaði nýverið sýninguna SuperBlack á Norðurbryggju, á Christianshavn. Kristín mun fjalla um það hvernig það er að vera kona í myndlistarheiminum, að harka sem einstæð móðir, og að mála drottningar og ekki prinsessur.

Kristín hefur starfað sem myndlistarmaður eingöngu frá því hún lauk framhaldsnámi í myndlist á Ítalíu 1995. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga heima og erlendis og tekið þátt í ótal samsýningum. Verk hennar hafa verið keypt af öllum listasöfnum landsins og eru að finna í mörgum opinberum byggingum. Hún hefur kennt við Myndlistarskóla Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands og ge

gnt trúnaðarstörfum fyrir myndlistarmenn. 

Dagskráin hefst í Sendiráði Íslands, Strandgade 89 kl. 17.30 með fordrykk og tengslaneti.
Kl. 18.00 röltum við yfir í menningarhúsið Norðurbryggju sem er staðsett í sama húsi og sendiráðið. Hér fjallar Kristín um sýninguna og segir frá heimi myndlistarkonunar. Að fyrirlestri og spurningum loknum færum við okkur yfir á kaffihús Norðurbryggju þar sem borinn verður fram léttur kvöldverður.

Fimmtudaginn 28. september
Kl. 17.30-20.30
Strandgade 89-91 (Sendiráð Íslands og Nordatlantens Brygge)

Miðaverð 150 kr.Hægt að kaupa miða við innganginn.