1.3.2020

Ljósmyndir af Øster Voldgade 12

Et billede, der indeholder foto, væg, indendørs

Automatisk genereret beskrivelse

Elsta myndin sem við höfum fundið sem sýnir Jónshús, þó ekki sjáist nema brot af því. Horft er inn (vestur) Stokkhúsgötu árið 1889. Stokkhúsið, fangelsið, er á hægri hönd, en Jónshús vinstra megin, sést í dyrnar sem opnast inn í kjallarann. Mögnuð mynd, skuggaleg. Við hliðina á Jónshúsi er hús sem er horfið. Athygli vekur rennusteinninn á hægri hönd, en hann safnaði rigningarvatni og alls konar öðrum vökva, mishreinum, sem flaut um göturnar á þessum tíma.

Et billede, der indeholder udendørs, vej, træ, himmel

Automatisk genereret beskrivelse

Hornið á Jónshúsi um 1900. Horft er norðaustur eftir Øster Voldgade sem kölluð var Austurveggur. Gatan lögð brúarsteini. Á hægri hönd er Stokkhúsið sem stóð enn þó fangelsið hafði verið lokað í 30 ár. Vinstra megin er sjálfur Austurveggurinn, borgarmúrinn, stór og voldugur, með miklum trjám. Á götunni eru menn við reipisgerð, en sú iðn var lengi stunduð hér, bæði af föngum og öðrum góðum mönnum. Götuljósin flott.

Et billede, der indeholder udendørs, himmel, træ, jord

Automatisk genereret beskrivelse

Júlí 1903. Hér sést Jónshús betur, einnig Stokkhúsið. Engin skilti á Jónshúsi, en þau komu stuttu síðar. Sjá má að gengið var inn í Jónsús á horngaflinum, og var það gert fram til 1970. Gluggarnir lengst til vinstri á veggnum sem liggur meðfram Stokkhúsgötu voru aldrei notaðir sem gluggar, líklega af því að það vantaði plás fyrir skápa. Stokkhúsið, á hægri hönd, var 180 árum eldra en Jónshús, byggt 1670 og notað sem fangelsi til 1860. Síðan lager þar til það var rifið 1939.