• Böðvar Guðmundsson, rithöfundur

26.2.2016

Ljósmyndir í Jónshúsi

sem tengja Ísland og Danmörku

 

Fimmtudaginn 25. febrúar var ljósmyndasýning í Jónshúsi formlega opnuð þar sem Böðvar Guðmundsson rithöfundur sagði frá hvaða saga býr á bak við hverja og eina ljósmynd.

Í sal Jónshúss hanga nú 12 ljósmyndir sem eru hluti af myndaröð sem Páll Stefánsson ljósmyndari tók  í tilefni af 100 ára afmælishófi   Dansk Islandsk Samfund , 8. janúar 2016.

Fyrir þá sem ekki hafa tækifæri á að skoða myndirnar í Jónshúsi er hægt að sjá þær hér,  með hverri mynd er skýringartexti.

 

Páll Stefánsson ljósmyndari tók þessar myndir í október 2015.  Þær eru hluti af myndaröð af 25 stöðum í Danmörku sem tengja Danmörku og Ísland. Páll hefur starfað sem ljósmyndari í yfir 30 ár og gefið út um 30 bækur. Jafnframt því að vera mikilvirkur ljósmyndari er hann ritstjóri Iceland Review. Staðina völdu þeir Böðvar Guðmundsson og Tryggvi Felixson, og þeir tóku einnig saman textann við myndirnar. Verkefnið naut stuðnings Icelandair.