31.5.2019

Móðurmálskennsla - Íslenskuskólinn í Jónshúsi

Meðfylgjandi eru leiðbeiningar um skráningu. Vinsamlegast lesið vel og vandlega og leitið þeirra leiða sem eiga við í ykkar tilfelli. 

Hlökkum til að sjá ykkur öll í Jónshúsi næsta vetur.

Kær kveðja


Jórunn og Marta 

 

  • Þau ykkar sem búsett eruð í Kaupmannahafnarkommúnu oghafið skráð börnin ykkar í íslenskuskólann í gegnum skóla barnsins ykkar, fáið bréf þess efnis í gegnum e-boks. Þetta á jafnt við um nýskráningar og eldri skráningar. 

  • Foreldrar barna sem ekki búa í Kaupmannahöfn en eru sannanlega skráð í skólann og óska eftir að halda áfram, skulu endurnýja “betalingstilsagn”. Skjalið liggur inni á heimasíðu Kaupmannahafnar kommúnu undir;  www.kk.dk/modersmaal. Skjalið þarf að fylla út og afhenda “borgerservice” í því sveitarfélagi sem þið eruð búsett í. Sveitarfélagið setur sig svo í samband við Anouk, starfsmann skólans sem skráir barnið í skólann. 

  • Foreldrar þeirra barna sem búsett eru í Kaupmannahöfn, eru skráð í skólann og eru í einkaskólum eru beðin um að hafa samband við starfsmann skólans, hana Anouk og hún skráir barnið í skólann. Sími: 27770333 / netfang: cp3i@buf.kk.dk 

  • Foreldrar barna sem eru að skrá börnin sín í allra fyrsta skipti og hafa ekki skráð börnin í gegnum heimaskóla barnsins er bent á að hafa samband við Anouk. Sími: 27770333 / netfang: cp3i@buf.kk.dk


Kennsla helst í ágúst. Hér, er hægt að finna Íslenskuskólann á Facebook.