12.8.2025

Móðurmálsskólann í íslensku veturinn 2025-2026

Móðurmálsskólann í íslensku veturinn 2025-2026

Fyrirkomulagið er eins og síðasta vetur kennt í Jónshúsi á þriðjudögum og í Íslandsbryggjuskóla á miðvikudögum.


Kennsla hefst

  • 0 - 2 bekkur þriðjudaginn 12. ágúst í Jónshúsi í oddatöluviku kl.15. - 17:30, í viku 33.
    3.-9. bekkur þriðjudaginn 19. ágúst í Jónshúsi í sléttutölu vikum, kl.15 - 18, í viku 34.
  • Miðvikudaginn 13. ágúst í Íslandsbryggjuskóla SIB (Skolen på Islands Brygge), Bassisskolen, Artillerivej 57, sama stofa og síðast í byggingu 5, stofa 582. Kl.15 -17. í viku 33.

Að auki verða farnar safnaferðir og gert annað skemmtilegt fyrir utan þessa daga sirka 2-3 á önn.

Nemendur mæti með pennaveski, nesti og góðaskapið.

Hlakka til að sjá ykkur Marta Sævarsdóttir

PS: Verkefni ykkar foreldra er að nota öll tækifæri sem gefst til að tala við barnið á íslensku. Því þau læra mest þegar málið er notað daglega. Ef þið hafið e.h. spurningar þá endilega sendið mér þær í skilaboðin (massenger).