18.8.2020

Nátturudraumar - Opnun sýningar Ingu Dóru

Laugardaginn 22. ágúst kl. 17 verður sýning Ingu Dóru Sigurðardóttur, Náttúrudraumar, formlega opnuð á sal Jónshúss.

Sýndar verða akrýl- og vatnslitamyndir. Viðfangsefni Ingu Dóru eru aðallega kyrralífsmyndir og landslagsmyndir, en hugmyndirnar sækir hún í íslenska náttúru.

Inga Dóra hefur haldið fimm opinberar sýningar, allar á suður Sjálandi, þar sem hún býr og starfar.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Auk þess verður Inga Dóra á staðnum sunnudaginn 23. ágúst frá kl. 13 – 16.
Kaffi og með því.

Verið hjartanlega velkomin á sýninguna.

Sýninging verður opin á opnunartíma Jónshúss til og með 10. september.