30.5.2012

Framundan í júní

Framundan: Staka í Sívalaturni, Guðsþjónusta, Ferming, Sjómannadagurinn, Kaffihlaðborð, Söngdagskrá, Myndlistarsýning, Prjónaklúbbur, Tónleikar, Skólaslit, Þjóðhátíðarhöld ÍFK

Við minnum á tónleika Stöku í kvöld kl. 20.00. Á efnisskránni J.S. Bach: Jesu Meine Freude og íslensk kirkjutónlist. Miðasala við innganginn.

Guðsþjónusta í Skt. Pálskirkju:

Sunnudaginn 3. júní kl. 13.00. Ferming.

Prestur: sr. Jón Dalbú Hróbjartsson

Söngur: Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn

Stjórnandi: Sigríður Eyþórsdóttir

Organisti: Mikael Dal

Sjómannadagurinn í Jónshúsi:

Á Sjómannadaginn, sunnudaginn 3. júní.

Íslenskt kaffihlaðborð og söngdagskrá Kvennakórsins kl. 14.00 - 16.00.

Myndlistarsýning:

Edda Þórey sýnir í Jónshúsi. Sýningin verður opin kl. 14.00 - 16.00 sunnudaginn 3. júní.

Prjónaklúbburinn:

Síðasta prjónakvöldið á þessari önn verður fimmtudaginn 7. júní kl. 19.00.

Tónleikar:

Svafa Þórhallsdóttir, sópran og Ida Krogh, mezzosópran halda tónleika í Jónshúsi laugardaginn 9. júní kl. 16.00. Á efnisskránni eru ítalskar og franskar aríur.

Skólaslit Íslenska skólans:

Skólaslit í báðum hópum laugardaginn 16. júní kl. 11.00 - 12.30.

Þjóðhátíðarhöld ÍFK:

Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn stendur fyrir hátíðarhöldum í tilefni af þjóðhátíðinni. Dagskráin hefst kl. 13.00 laugardaginn 16. júní á Amager Strandpark. Sjá nánar á www.islendingafelagid.dk