11.8.2014

Sól signdu mín spor

Sól signdu mín spor Tónleikar í Jónshúsi 27. september 2014 kl. 20:00 Í ár eru 90 ár frá fæðingu Hauks Morthens, eins ástsælasti dægurlagasöngvara Íslendinga á 20 öld. Haukur fæddist 17. maí 1924 og lést 13. október 1992. Hann var einnig þekktur söngvari í Kaupmannahöfn og starfaði þar reglulega um lengri eða skemmri tíma. Meðal annars af þessu tilefni verða tónleikar í Jónshúsi laugardaginn 27. september kl. 20.00. Tónleikarnir eru haldnir að frumkvæði söngvarans Jóns Kr. Ólafssonar frá Bíldudal, en ásamt honum koma fram söngvararnir Þór Breiðfjörð og Anna Sigríður Helgadóttir, píanóleikarinn Birgir J. Birgisson og fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson auk Pétus Valgarð Péturssonar gítarleikara.