18.2.2015

Kvennakórinn í Kaupmannahöfn minnist 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi 8. mars

Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn heldur að venju upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna sunnudaginn 8. mars í Jónshúsi kl. 17.00.     
Sérstakt tilefni er að þessu sinni 100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi.

Erindi sem verða flutt:

  • Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra: Kosningaréttur - hvað svo?
  • Herdís Steingrímsdóttir, lektor í hagfræði við CBS: Feðraorlof, hjónaskilnaðir og jafnrétti á vinnumarkaði.
  • Sigríður Eyþórsdóttir, MA og kórstjóri: Ömmusögur, frásagnir af langömmum mínum og öðrum starfandi konum á fyrstu áratugum 20. aldarinnar á Íslandi.

Kvennakórinn flytur lög og ljóð eftir íslenskar konur, stjórnandi Sigríður Eyþórsdóttir.

Til sölu verða léttar veitingar.