14.5.2010

Gunnlaugur Stefán Gíslason opnar sýningu á 28 vatnslitamyndum 

Opnunarhátíð var á uppstigningardag, 13. maí kl. 14.00

Sýningin verður opin alla miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 12.00 - 20.00, til 30. maí.

Úrdráttur úr sýningarskrá:

Gunnlaugur Stefán Gíslason er fæddur í Hafnarfirði árið 1944, sonur Vigdísar Klöru Stefánsdóttur (1909 -1999) skáldkonu frá Fitjum í Skorradal og Gísla Sigurðssonar (1903 – 1985) lögreglumanns í Hafnarfirði (Gísla pól), en Gísli stofnsetti Byggðasafn Hafnarfjarðar í húsi Bjarna Sívertssen. Í uppeldinu lærði Gunnlaugur Stefán að bera virðingu fyrir gömlum hlutum og góðri list. Hvort tveggja mótaði hann sem listamann, ásamt umhverfinu sem hann kynntist í æsku, bæði í Hafnarfirði og Skorradal. Á yngri árum var togstreita milli tónlistar og myndlistar í listamanninum, en vatnslitirnir höfðu vinninginn sem tjáningarform: “Í hverjum manni eru margar lindir tilfinninga. Það er hlutverk listamanna að laða þær fram, ýmist með orðum, tónum, litum eða formum”