10.3.2011

Kjötsúpukvöld 19. mars

Já, "íslensk kjötsúpa er svei mér góð". Sem er einmitt ástæða þess að við í stjórn Íslendingafélagsins ætlum að halda "Kjötsúpukvöld".

Við ætlum að koma saman þ. 19. mars n.k. í Jónshúsi og borða hana með bestu lyst.

Við stillum verði í hóf og mun miðinn kosta aðeins 100 kr. og fyrir það borðum við eins og við í okkur getum látið. Húsið opnar kl. 18:30 og hægt er að skrá sig með því að hringja í s. 5343-7971 Lilja eða 2329-1298 Guðrún.

Einungis verða seldir 40 miðar og því er um að gera að panta sem fyrst, því fyrstur kemur fyrstur fær. ;o)
Skráningu lýkur 17. mars, eða þegar fullt er orðið og skráning er bindandi.

Hittumst nú hress og borðum á okkur gat í góðra Íslendinga hópi.
Bjór og gos selt á staðnum á vægu verði.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á íslensku kjötsúpukvöldi.