10.8.2011

Íslenski skólinn í Jónshúsi hefst að nýju 27. ágúst 2011

 

Íslenski skólinn í Jónshúsi fer fram á laugardögum í vetur. Nemendum er skipt í tvo hópa, annars vegar nemendur í 1. - 4. bekk og hins vegar nemendur í 5. - 9. bekk. Áhersla er lögð á vinna með tungumálið á áhugaverðan og nýtilegan hátt þar sem nemendur taka virkan þátt.

Skólasetning er 27. ágúst en kennsla hefst af fullum krafti 3. september í yngri hóp frá 9.30 til 12 og í eldri hóp frá 12.30 til 15.

Nemendur þurfa að hafa meðferðis pennaveski og nesti.

Allar nánari upplýsingar varðandi skráningu og dagskrá skólans í vetur verða veittar á skólasetningunni. Því er mikilvægt að bæði nemendur og foreldrar mæti laugardaginn 27. ágúst næstkomandi.

Ef eitthvað er óljóst er netfang skólans islenskuskolinn@gmail.com