• Jónshús -  haust

27.2.2018

Nýtt fréttabréf

 

Laugardagur 3. mars  - húsið opnar kl. 20:00.

Söngvakeppnin 2018

Evróvisjón / Júróvisjón teiti! 

Bein útsending frá Íslandi.  

Kvennakórinn Dóttir verður með veitingasölu, hægt verður að kaupa drykki, snakk og íslenskt sælgæti.

Nánar um viðburðinn  hér.


Sunnudagur 4. mars kl. 14:00 - 15:00.

Íslensk fjölskylduguðsþjónusta í  Skt Pauls kirkju 

Félagar úr Kammerkórnum Stöku syngja. Barnakórinn í Kaupmannahöfn syngur.

Orgelleik og stjórn barnakórs annast Sólveig Anna Aradóttir.

Prestur sr. Ágúst Einarsson.

Sunnudagskaffihlaðborð kl. 15:00 - 16:30.

Jónshús er staðurinn til að sýna sig og sjá aðra.
Klassískt kaffihlaðborð með brauðtertum og hnallþórum að hætti Kvennakórsins. 
Fullorðnir 80 kr og ókeypis fyrir börn yngri en 10 ára.

Maranges


Þriðjudagur 6. mars.

Slökunarjóga - nýtt námskeið.

Skráning og nánari upplýsingar er að finna  hér.

Prjónakaffi Garnaflækjunnar kl.18:30 - 21:30.

GarnaflaekjanAðgangur ókeypis, kaffi og kaka á 30 krónur. 
Nánar um viðburðinn  hér.


Fimmtudagur 8. mars kl. 19:00.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Eins og undanfarin ár verður haldið upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna í Jónshúsi. 

Í ár mun  Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur sem nú er fræðimaður í Jónshúsi, halda erindi sem kallast "Kvenmynd forn og ný" og fjallar um stöðu konunnar í dag samanborið við fornkonurnar sem voru merkilegt nokk læknar og hofgyðjur og réðu meiru en margur heldur, eins og höfundur mun kynna nánar.

Góður félagsskapur, veitingasala og tónlistaratriði frá Kvennakórnum.

Nánar um viðburðinn  hér.


Sunnudagur 11. mars klukkan 13:00 - 14:00.

Sunnudagaskóli 

Nánar auglýst síðar.


Þriðjudagur 13. mars klukkan 19:30.

Ragnhildur Þórðardóttur betur þekkt sem  Ragga Nagli heldur námskeið í Jónshúsi.

Njótum og nærumst í núvitund í Kaupmannahöfn.

Á þessu námskeiði er sálfræðileg nálgun á mataræði með hugarfarsbreytingu, frekar en einungis að breyta hegðun eins og flest matarplön gera ráð fyrir.

Skráning og nánar um viðburðinn  hér. 


Fimmtudagur 15. mars klukkan 17:30 - 20:00.

Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku 

Konur, kokteilar og hin fullkomna lyfturæða!

Skráning og nánar um viðburðinn hér .  


Laugardagur 17. mars klukkan 14:00 - 16:00.

Páskabingó

ÍFK kynnir sitt árlega páskabingó, þar sem þú átt möguleika á að vinna m. a. gómsæt íslensk páskaegg.

Eitt bingóblað með 6 spjöldum innifalið í miðaverði. Félagar í ÍFK fá eitt blað ókeypis, gegn framvísun kvittunar fyrir greiddu félagsgjaldi.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda og skráning nauðsynleg.

Kaupa miða hér.

Einnig verdur tombóla (5 miðar fyrir 20 kr) með fullt af glæsilegum vinningum 

Að bingóinu loknu verður slegið upp alvöru íslensku kaffihlaðborði. Allir taka með sér heimabakað góðgæti á kaffihlaðborðið! ÍFK býður upp á kaffi og djús.


Sunnudagur 18. mars klukkan 13:00.

Sigrún og Sæla tröllskessa koma í heimsókn í Jónshús

Sigrún og Sæla tröllskessa verða með sögustund sem höfðar til barna á aldrinum 3 til 7 ára. 

Verð, börn 3 - 7 ára: 60 kr. 

Innifalið í verðinu eru ljósrit af Sælu tröllskessu sem að börnin geta litað og segl á ísskáp med mynd af Sælu tröllskessu.

Fullorðnir: frítt
Sýningin tekur um það bil 30 til 40 mín.

DSC_0034
Skráning og nánar um viðburðinn  hér.


Sunnudagur 25. mars

Sunnudagaskóli 

Nánar auglýst síðar.