• Fraedimadur-segir-fra-3_1567587813359

10.9.2019

Orðabók Blöndals þá og nú

Fyrirlesarar eru Halldóra Jónsdóttir og Árni Davíð Magnússon, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Dansk Islandsk Samfund.

Íslensk-dönsk orðabók verður 100 ára á næsta ári og af því tilefni er nú unnið að stafrænni útgáfu á þessu mikla verki á Stofnun Árna Magnússonar í Reykjavík. Hópur stúdenta hefur annast verkið sem er mjög umfangsmikið en bókin hefur að geyma um 80 þúsund íslensk uppflettiorð ásamt skýringum á dönsku. Eftir að verkefninu lýkur verður til heimasíða með orðabókinni þar sem allt innihaldið verður leitarbært með ýmsu móti.
Í fyrirlestrinum verður farið yfir sögu verksins í máli og myndum og greint frá starfinu við stafrænu gerðina ásamt undirbúningi þessarar nýju útgáfu sem verður opnuð í apríl 2020.
Verkefnið er fjármagnað af Íslensk-dönskum orðabókarsjóði.

Viðburðurinn fer fram á dönsku, fyrirspurnum svarað á íslensku og dönsku.