5.5.2025

Rúnni Júll 80 ára

Það var heldur betur líf og fjör í Jónshúsi á föstudagskvöld þegar bræðurnir og Keflvíkingarnir Baldur og Júlíus Guðmundssynir héldu tónleika til minnast Rúnna Júll föður þeirra sem hefði orðið 80 ára í apríl.
B118e800c2faee583c577871ad63da95IMG_8473

Fullt var út úr dyrum og skemmtu gestir sér konunglega við tónlist og sögur þeirra bræðra, lögin skemmtileg og þekkt, og sögurnar fræðandi og hnyttnar. Af nógu er jú að taka, enda var ferlill Rúnars langur og var hann í all nokkrum landsfrægum hljómsveitum eins og Hljómum, Trúbrot, Ðe ónlí blú bojs og GCD svo dæmi séu tekin. Við þökkum Baldri og Júlíusi fyrir komuna og frábæra skemmtun. 

IMG_8456Fleiri myndir hér.