• Inga Dóra, Birgitte og Halla umsjónarmaður Jónshúss
    Inga Dóra, Birgitte og Halla umsjónarmaður Jónshúss

11.8.2022

Samsýning Ingu Dóru Sigurðardóttur og Birgitte Dreng Sørensen í Jónshúsi til 7. september.

Laguardaginn 6. ágúst var formleg opnun sýningar Ingu Dóru Sigurðardóttur og Birgitte Dreng Sørensen í Jónshúsi sem ber heitið Nordisk natur sem á íslensku þýðir norræn náttúra.

Íslensk náttúra er fyrirferðamikil í vatnslitamyndum Ingu Dóru, en Birgitta, sem málar akrýlmyndir, hefur oft ferðast til Grænlands, Færeyja og Íslands og áhrif þessa má greina í náttúrumyndum hennar.

 

Bæði Inga Dóra og Birgitte hafa haldið fjölda einka- og samsýninga í Danmörku, og einnig má þess geta að Inga Dóra hefur áður haldið sýningu í Jónshúsi, en það var í ágúst 2020.

Sýningin er opin á opnunartíma Jónshúss til 7. september 2022 og eru myndirnar til sölu. #jónshús #kaupmannahöfn #listsýningaríjónshúsi