• IIngibjörg Einarsdóttir

9.10.2018

Segjum söguna með útsaumi

 Segjum söguna með útsaumi 

 Um þessar mundir er verið að endurgera þriðju hæðina í Jónshúsi, þar sem þau Ingibjörg og Jón bjuggu frá 1852 til dauðadags, 1879. Í því sambandi leitum við nú að sjálfboðaliðum til að taka þátt í að endurskapa heimili þeirra hjóna.

 Á þeim tíma sem þau Ingibjög og Jón bjuggu í húsinu voru heimili oft prýdd með útsaumi. Talið er víst að Ingibjörg hafi töluvert setið við hannyrðir, meðal annars útsaum, en því miður hefur lítið sem ekkert varðveist af því sem hún saumaði. 

 Útsaumaðir púðar eru nauðsynlegir til að skapa rétta stemningu á heimilinu. Þess vegna er verið að setja í gang verkefni sem gengur út á að sauma (marga) púða sem prýða eiga íbúðina. Í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og ráðgjafa hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands hefur mynstur og garn þegar verið valið. Svo nú er ekkert að vanbúnaði að byrja að sauma. 

 Allir áhugasamir sem kunna krossaum geta tekið þátt og saumað. Þess ber að geta að saumaskapurinn mun fara fram í Jónshúsi, þeas. ekki er gert ráð fyrir að púðarnir yfirgefi húsið. Sem þýðir að næstu vikur verður setið og saumað í Jónshúsi, til að byrja með á eftirtöldum dögum: 

Fimmtudagur 11. október frá kl. 17 til 20.

Þriðjudaginn 16. október frá kl. 17 til 20.

Þriðjudaginn 23. október frá kl. 17 til 20.

Fimmtudaginn 1. nóvember frá kl. 17 til 20.

 Auk þess verður hægt að koma við og sauma í á opnunartíma hússins.  

Á 2. hæð hússins verður allt tilbúið svo unnt verði að koma við og sauma nokkur spor. Allir sem vilja taka þátt í að skapa rétta stemningu á endurgerðu heimili Ingibjargar og Jóns með því að sauma út í krossaum eru hjartanlega velkomnir. Vonumst eftir að sjá sem flesta. 

Hér verða settar inn myndir. 

 Halla Benediktsdóttir

Umsjónarmaður Jónshúss