30.3.2017

Sigrún kinkar kolli til Ingibjargar, Jóns og Bertels

Föstudaginn 7.april klukkan 17:00 opnar sýning Sigrúnar Eldjárns. Þetta eru splúnkunýjar teikningar um merkilegt fólk.

Sýningin fjallar um Jón Sigurðsson,Ingibjörgu konu hans og Bertel Thorvaldssen. Sigrún sýnir hér teikningar með vatnslitaívafi. Þær eru byggðar á ljósmyndum af þeim hjónum en líka nokkrum verka Torvaldsens. Myndirnar eru svo kryddaðar með ýmsu óvæntu sem ýtir við og gleður.

Allir velkomnir 

Léttar veitingar. 

Sýningin mun standa fram til 1. október 2017.