1.3.2016

Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá næstu viku í Jónshúsi

Nýr kvennakór fyrir ungar konur, prjónakaffi Garnaflækjunnar, námskeið :Í formi með Tobbu, námskeið í markaðssetningu, sunnudagskaffi og alþjóðlegur baráttudagur kvennna.

Miðvikudagur 2.mars

Klukkan 19:30 - 21:30

Fyrsta æfing hjá Kvennakórnum Dóttir. Æft verður á miðvikudagskvöldum milli 19.30 og 21.30. Saman munu þær Svafa Þórhallsdóttir og María Ösp Ómarsdóttir stýra kórnum. 

Markmiðið er að vera með vikulega hittinga þar sem ungar konur koma saman og syngja lög sem þær hafa gaman af. Því má ætla að lagavalið verði fjölbreytt, rétt eins og hópurinn er fjölbreyttur.


Fimmtudagur 3. mars

Klukkan 19:00 - 22:00

Prjónakaffi Garnaflækjunnar er skemmtilegur viðburður fyrir alla sem áhuga hafa á handavinnu, skráning og nánari upplýsingar er að finna hér.

Prjónakaffi

Allir velkomnir

Aðgangur ókeypis - kaffi og kökusneið á 25 kr.


Laugardagur 5. mars

Klukkan 10:00 - 14:00

Námskeið: Markaðssetningu á samfélagsmiðlum, nánari upplýsingar og skráning hér.

Námskeiðið er ætlað einyrkjum og smærri fyrirtækjum. Farið verður í helstu grunnþætti markaðssetningar á samfélagsmiðlum, hvernig má nota “digital storytelling” til að koma vöru, þjónustu eða eigin nafni á framfæri. Kynnt verða dæmi þar sem vel hefur tekist til og eins rætt hvað ber að varast.

Klukkan 13:30 - 16:30

Námskeið: Í formi með Tobbu, skráning og nánari upplýsiingar hér.

Námskeið / verkvinna fyrir íslenskar konur búsettar í Kaupmannahöfn og nágrenni. Kennslan fer fram á íslensku. 


Sunnudagur 6.mars

Klukkan 13:00 - 14:00

Fjölskylduguðsþjónusta

Sankt Pauls kirkju, Gernersgade 33, 1319 København. Íslensk fjölskylduguðsþjónusta, létt og skemmtileg fjölskyldusamvera þar sem meðal annars verður samsöngur og Rebbi og Mýsla koma í heimsókn. 
Fjolskyldugudsthjonusta

 

Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn syngur undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur.

 Prestur: sr. Ágúst Einarsson.

Organisti: Mikael Due.

Sunnudagskaffi - í umsjón Kammerkórsins Stöku

Klukkan 14:00 - 16:00

Allir velkomnir

 

Verð 70 kr fyrir 15 ára og eldri, börn 10 til 14 ára 30 kr og frítt fyrir börn yngri en 10 ára.


 

Mánudagur 7.mars

Klukkan 19:00 - 21:30

Áfram stelpur - forskot á 8. mars.Afram-stelpur


Í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna þann 8. mars næstkomandi er ykkur öllum boðið í Jónshús mánudaginn 7.mars til að hita upp fyrir sjálfan daginn og ná forskoti á baráttuandann.

 

Löng hefð er fyrir uppákomu í Jónshúsi í kringum 8.mars og engin breyting er á því þetta árið.
Nánar um viðburðinn hér.