20.3.2017

Skemmtilegt kvöld með Jóni Kalmani

Síðast liðið föstudagskvöld kom rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson í heimsókn í Jónshús. 

IMG_8325

Þar sat hann fyrir svörum og sagði sögur af skáldskapnum og Keflavík og fallegum leigubílstjórum. Meðal annars. Meðlimir í Leshringnum  Thor II spurðu gáfulegra og vel undirbúinna spurninga og einnig komu fyrirspurnir úr salnum sem var þétt setinn. Íslendingafélagið sá um veitingar sem voru vel þegnar.

IMG_8321

Óhætt er að segja að kvöldið hafi verið bæði vel heppnað og skemmtilegt og stóðu menn og skröfuðu um tíma eftir að dagskránni lauk formlega. Jón gaf mikið af sér, svaraði spurningum á sinn einstaka hátt og var bæði ræðinn og skemmtilegur. 

Í alla staði vel heppnað kvöld í Jónshúsi. Við hlökkum til að taka á móti fleiri góðum gestum í framtíðinni.