Skráning í Móðurmálsskólan
Kæru foreldrar og forráðamenn
Skráning er hafin í Móðurmálsskóla Kaupmannahafnar fyrir skólaárið 2025 - 2026. Börn sem eru búsett í Kaupmannahöfn og eru að byrja í 0.bekk haka við, að þau vilji kennslu í íslensku (í sínu móðurmáli) og eiga trygga skráningu. Annað gildir um þá sem eru utan Kaupmannahafnar þau þurfa að skrá sig í gegnum skólann sinn (sína kommunu). Þetta kostar ekkert fyrir nemendur, en bæjarfélögin eiga að greiða fyrir þá sem eru utan Kaupmannahafnar. Það þarf að skrá nemendur fyrir miðjan júní.
Kennsla fer fram á þriðjudögum í Jónshúsi eldri, 3.- 8.bekkur eru kl.15 -18 í sléttutölu vikum og yngri í oddatölu vikum kl.15 - 17:30. Það þýðir að kennsla fer fram annan hvorn þriðjudag og svo eru auka dagar þar sem t.d er farið á safn, dýragarðinn og jólapiparkökudagur einn laugardag fyrir jólin..ofl.
Svo er blandaður hópur úti á Amager, SIB Skolen pa Islands Brygge. Það eru nemendur frá 0.- 6.bekk og fer sú kennsla fram á miðvikudögum frá kl.15 - 17.
Ath. Að tímasetningin gæti breyst ef skóladagurinn styttist næsta vetur.
Ath. Ætlast er til að barnið skilji íslensku, að það sé mál sem það heyrir reglulega. Kennslan fer fram á íslensku.
Ef þið viljið fá að vita meira varðandi skráningu á barni eða e.h. er óljóst varðandi skráningu á barni. Þá getið þið haft samband við Anouk ritara Móðurmálsskólans í Kaupmannahöfn (Tove DitIevsens Skole).
Googlið, Modermålsskolen i København Modersmålsskolen (aula.dk) þar eru upplýsingar um skráningu og líka fyrir þá sem tilheyra annari kommunu.
Kærar kveðjur Marta Sævarsdóttir, kennari í íslensku hjá Móðurmálsskólanum